Endurgreiðslustefna
Vöruskil og vöruskipti
Hægt er að skila vöru sé hún ónotuð, í fullkomnu ástandi og með upprunalegum merkingum. Ef varan er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Sölureikningur sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt skilyrði fyrir vöruskilum. Gjafamiði verslunar jafngildir sölureikningi. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar nema vera sé á útsölu eða sértilboði við kaup. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem hún var keypt. Útsöluvörur eru ekki hægt að skila en fæst skipt fyrir aðra útsöluvöru á meðan útsölu stendur. Skipti á vörum eru í boði í verslun ef viðskiptavinur hefur hug á öðrum lit, stærð eða annarri vöru. Jafnframt gefst kostur á að fá inneignarnótu í verslun. Inneignarnóta gildir í 4 ár frá útgáfudegi. Inneignarnóta gildir ekki fyrstu tvær vikur á útsölu.
Viðskiptavinir netverslunar eiga kost á endurgreiðslu innan 14 daga frá kaupum. Ef þess er óskað skal hafa samband við síma eða í gegnum tölvupóst (sjá upplýsingar neðst á síðunni). Athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 4 virka daga eftir að vera berst aftur til okkar. Kostnaður endursendingar er á rekstri.
Þegar vara er endursendur óskum við eftir því að eftirfarandi fylgi upplýsingar með.
Nafn
Símanúmer
Heimilisfang og póstnúmer
Bankaupplýsingar ásamt kennitölu
Gölluð vara
Viðskiptavinur hefur tvö ár frá vörukaupum til að leggja fram kvörtun vegna gallaðrar vöru. Eftir þann tíma rennur sá réttur út líkt og lög um neytendakaup nr. 48/2003 kveða á um. Ef kvörtun er samþykkt stendur til boða viðgerð eða skipti á vöru. Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara eða full endurgreiðsla sé þess óskað. Það fer eftir atvikum og aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig. Auk þess greiðum við allan sendingarkostnað.
Við bendum á að geta leitað til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa á www.kvth.is (Borgartún 21). Þeir sem búa utan landsteinanna eru á vefsíðu Evrópusambandsins: https://ec.europa.eu/odr . Ef þú telur þig hafa fest kaup á gallaðri vöru ertu vinsamlegast beðin um að senda okkur póst á mathilda@mathilda.is með titlinum „gölluð vara“ og við tökum málið fyrir eins hratt og auðið er.
Mathilda
Föt og Skór ehf.
S: 552-8600
mathilda@mathilda.is
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt: 601196-2479